Glerárvirkjun II - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna stígs frá stöðvarhúsi að stíflu

Málsnúmer 2018120039

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 5. desember 2018 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu, fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um heimild til að fá að leggja inn til afgreiðslu tillögur að breytingu á deiliskipulagi vegna legu stígs meðfram Glerá, frá stöðvarhúsi að stíflu Glerárvirkjunar II.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði að breytingum á deiliskipulagsáætlunum í samræmi við fyrirliggjandi erindi og í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.