Aksturssvæði við Hlíðarfjallsveg - umgengni vélhjólamanna KKA

Málsnúmer 2018120029

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 46. fundur - 07.12.2018

Fyrirspurn frá Ólafi Kjartanssyni V-lista vegna umgengni vélhjólamanna KKA á svæðinu sem þeir fengu aukalega á milli skotsvæðis og Hlíðarfjallsvegar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir áhyggjum á ástandi gróðurfars á svæðinu og óskar eftir því að tekin verði upp umræða við skipulagssvið, frístundasvið og hlutaðeigandi aðila um að settar verði upp verklagsreglur um notkun svæðisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Tekin fyrir umgengni í gili við jaðar KKA svæðisins norðan við skotsvæðið í Hlíðarfjalli.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs og óskar eftir því að lóðaleigusamningar við KKA verði kláraðir. Þar verði skilgreind notkun á svæðinu þar sem hún uppfylli þarfir KKA og með hliðsjón af varðveislu náttúru. Einnig er sviðunum falið að upplýsa KKA um að hætta öllum akstri á viðkvæmustu svæðunum s.s. gilinu þar til samningar hafa verið kláraðir.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Ólafur Kjartansson V-lista óskaði eftir umræðu um hver staðan væri á gildandi skipulagi og leyfum KKA til að nota ofanvert Torfnagil og móana milli gilsins og Hlíðarfjallsvegar sem endurosvæði.
Skipulagsráð hvetur til þess að vinnu við gerð lóðarleigusamninga við KKA, BA og Skotfélag Akureyrar verði lokið við fyrsta tækifæri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Tekin fyrir staðan á umgengni á svæðinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð ítrekar bókun ráðsins frá 7. júní 2019 og tekur undir bókun frá fundi skipulagsráðs þann 10. júlí 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 79. fundur - 05.06.2020

Bréf frá stjórn KKA vegna umgengni á athafnasvæði þeirra lagt fram til kynningar.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.