Langahlíð 8 - umsókn um bílastæði fyrir ferlibíl

Málsnúmer 2018120018

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 3. desember 2018 þar sem Guðmunda Finnbogadóttir sækir um sérmerkingu á bílastæði við hús nr. 8 við Lönguhlíð. Guðmunda nýtir þjónustu ferlibíla sem oftar en ekki eiga erfitt með að komast að húsinu. Meðfylgjandi er afrit af stæðiskorti fatlaðra og mynd af staðsetningu stæðis.
Skipulagsráð samþykkir að merkt verði stæði fyrir fatlaða á götunni utan við Lönguhlíð 8. Er ákvörðun um nákvæma staðsetninu vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs.