Álagning gjalda - fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 2018120005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3446. fundur - 11.12.2018

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti tillögu að fasteignagjöldum á árinu 2019.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2019 með 11 samhljóða atkvæðum.



Fulltrúar D-lista, V-lista og M-lista óska að eftirfarandi verði bókað:

Minnihlutinn fagnar því að tekið hefur verið tillit til bókunar hans um lækkun fasteignagjalda sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar.



Bæjarstjórn - 3446. fundur - 11.12.2018

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 með 11 samhljóða atkvæðum.