Verkefni sveitarfélaga - lögskyld, lögheimil og valkvæð

Málsnúmer 2018110336

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3445. fundur - 04.12.2018

Umræða um verkefni sveitarfélaga.

Sveitarfélög sinna ýmsum verkefnum sem þeim eru falin að lögum, þ.e. lögmælt verkefni, en geta einnig, innan vissra marka, tekið að sér önnur verkefni sem ekki er kveðið á um í lögum, þ.e. ólögmælt eða valkvæð verkefni. Lögmæltum verkefnum má síðan skipta í annars vegar lögskyld verkefni og hins vegar lögheimil verkefni.

Málshefjandi, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, tók til máls og fór yfir lögskyld, lögheimil og valkvæð verkefni sem Akureyrarbær sinnir.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn) og Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn).

Bæjarstjórn - 3501. fundur - 02.11.2021

Rætt um verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög sinna ýmsum verkefnum sem þeim eru falin að lögum, þ.e. lögmælt verkefni, en geta einnig, innan vissra marka, tekið að sér önnur verkefni sem ekki er kveðið á um í lögum, þ.e. ólögmælt eða valkvæð verkefni. Lögmæltum verkefnum má síðan skipta í annars vegar lögskyld verkefni og hins vegar lögheimil verkefni.

Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir. Auk hennar tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Gunnar Gíslason.