Samgönguáætlun 2015-2033 - Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði

Málsnúmer 2018110238

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3619. fundur - 29.11.2018

Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu um tillögur þess varðandi breytingar á vegstæðum þjóðvegar 1 í landshlutanum.
Bæjarráð Akureyrar telur brýnt að allir möguleikar séu skoðaðir til að stytta leiðina milli Norðurlands og vesturhluta landsins og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi, skemmri aksturstíma, minni eldsneytisnotkun og mengun. Með lægri flutningskostnaði eykst einnig samkeppnishæfni Norðausturlands.