Loftgæðamál og aðgerðaráætlun í Akureyrarbæ 2018

Málsnúmer 2018110215

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 45. fundur - 23.11.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2018 vegna loftgæðamála í Akureyrarbæ og aðgerðaráætlana í loftgæðamálum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Alfreð Schiöth frá mengunarvarnarsviði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 48. fundur - 18.01.2019

Farið yfir stöðuna og aðgerðir kynntar.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Vinnuhópur er að störfum og stefnt er að því að leggja fram aðgerðaáætlun í apríl.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 75. fundur - 27.03.2020

Lagðar fram verklagsreglur dagsettar 26. mars 2020 varðandi aðgerðir gegn svifryki.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Verklagsreglur í loftgæðamálum lagðar fram til samþykktar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir endurbætta útgáfu verklagsreglna í málefnum loftgæða með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Viðbragðsáætlun gegn loftmengun á Akureyri kynnt fyrir ráðinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 91. fundur - 11.12.2020

Viðbragðsáætlun gegn loftmengun á Akureyri kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfisdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að viðbragðsteymi embættismanna fundi reglulega.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 97. fundur - 26.03.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 25. mars 2021 varðandi svifryksaðgerðir.