Gilsbakkavegur 13 - Hvítahúsið - beiðni um umsögn - rekstrarleyfi

Málsnúmer 2018110197

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 29. nóvember 2018 þar sem Böðvar Þórir Kristjánsson og Guðrún Karítas Garðarsdóttir fyrir hönd BG gistingar, kt. 471113-0500, óska eftir endurskoðun á neitun um gistileyfi í húsi nr. 13 við Gilsbakkaveg.
Skipulagsráð telur að ekki sé hægt að veita leyfi í samræmi við umsókn að svo stöddu þar sem í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að rekstrarleyfisskyld skammtímaleiga er óheimil á íbúðarsvæðum nema kveðið sé á um það í aðalskipulagi viðkomandi landnotkunarreits (bls. 34 í greinargerð aðalskipulagsins).