Beiðni um innanhússaðstöðu fyrir hjólabretti, hlaupahjól og BMX hjól

Málsnúmer 2018110173

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Erindi ódagsett frá hópi áhugafólks um bætta aðstöðu fyrir hjólabretti, hlaupahjól og BMX hjól.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála, deildarstjóra forvarna- og frístundamála og framkvæmdastjóra ÍBA að hitta fulltrúa hópsins og kanna hvernig/hvort hægt er að koma til móts við hugmyndir eða óskir hans.