Hugmynd að Vestnorrænu norðurslóðasamstarfi

Málsnúmer 2018110108

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 265. fundur - 15.11.2018

Erindi dagsett 24. september 2018 frá Reyni Adólfssyni f.h. Arsborealis félagasamtakanna þar sem komið er á framfæri hugmyndum að Vestnorrænu samstarfi, norðurslóðasamstarfi.
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra og deildarstjóra Akureyrarstofu að ræða við bréfritara og skoða nánar þá möguleika sem í hugmyndunum felast.