Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu skúrs

Málsnúmer 2018110072

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og fyrir hönd Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar, byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og stækkun skúrs á lóð nr. 53 við Strandgötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Kristján Eldjárn.
Að mati skipulagsráðs gerir gildandi deiliskipulag svæðisins ekki ráð fyrir öðrum framkvæmdum á svæðinu en nauðsynlegum endurbótum og viðhaldi á núverandi húsum og mannvirkjum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 712. fundur - 28.02.2019

Erindi dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og breytingu á skúr, mhl. nr. 3, lóðar nr. 53 við Strandgötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Kristján Eldjárn.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 726. fundur - 06.06.2019

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar, byggingarleyfi fyrir endurbótum og útlitsbreytingu á skúr á lóð nr. 53 við Strandgötu. Meðfylgjandir er gátlisti og teikningar eftir Kristján Eldjárn. Innkominn ný teikning 27. maí 2019.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 817. fundur - 10.06.2021

Erindi dagsett 7. nóvember 2019 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og fyrir hönd Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar, byggingarleyfi fyrir endurbyggingu skúrs á lóð nr. 53 við Strandgötu. Innkomnar nýjar teikningar eftir Kristján Eldjárn Hjartarson þann 2. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.