Samningar um ræstingu

Málsnúmer 2018110045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3616. fundur - 08.11.2018

Umfjöllun um framkvæmd samninga um ræstingu á stofnunum Akureyrarbæjar.

Fram kom að samningar um ræstingu hafa í öllum tilvikum verið gerðir í kjölfar útboðs og eru alla jafna gerðir til fjögurra ára í senn. Í samningum Akureyrarbæjar er ákvæði um keðjuábyrgð samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.

Ræstingafyrirtækin sem Akureyrarbær er með samninga við eru ekki að nýta sér þjónustu frá starfsmannaleigum heldur eru starfsmenn í öllum tilvikum ráðnir til viðkomandi fyrirtækis samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands við SA. Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélagi starfsmanna hefur framkvæmd á kjarasamningsákvæðum verið í ágætu lagi og ekkert komið upp á sem ástæða er til að taka til sérstakrar skoðunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.