Mötuneytismál grunnskóla Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018110016

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 21. fundur - 19.11.2018

Rósa Njálsdóttir M-lista óskaði eftir umræðu um fæðismál grunnskólanna.
Fulltrúar M-lista, D-lista og V-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og VG leggja til að fræðslusvið reikni út hvað það kosti að bjóða grunnskólabörnum, þeim sem það kjósa, upp á fría ávexti og mjólk í einn mánuð, janúar 2019, og vísi þeim útreikningum til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.



Erindinu er hafnað af meirihluta fræðsluráðs.