Gránufélagsgata 22 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2018100441

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 30. október 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er ástandsskýrsla og greinargerð umhverfis- og mannvirkjasviðs auk umsagnar doktors Bjarka Jóhannessonar arkitekts, dagsett 26. október 2018, um varðveislugildi hússins. Er umsögn Bjarka byggð á vinnu hans við endurskoðun húsaskráningar íbúðarsvæðisins á Oddeyri.
Í ljósi ástands mannvirkjanna og með vísun í umsögn doktors Bjarka Jóhannessonar um varðveislugildi tekur skipulagsráð jákvætt í að öll hús á lóðinni verði rifin. Bent er á að þar sem geymsluskúr frá 1915 er friðaður vegna aldurs þarf umsækjandi að leita samþykkis Minjastofnunar fyrir niðurrifi hans áður en erindið verður afgreitt.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu, þess hluta sem ekki er friðaður.
Með vísun í fyrri samþykkt skipulagsráðs frá 14. nóvember 2018 gerir skipulagsráð ekki athugasemd við að leyfa niðurrif hússins, að hluta eða öllu leyti. Heimild til niðurrifs er þó háð samþykkis Minjastofnunar Íslands þar sem það er friðað vegna aldurs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 750. fundur - 05.12.2019

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu, þess hluta sem ekki er friðaður.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs að tilskildu samþykki Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar til samþykki Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 762. fundur - 26.03.2020

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu, þess hluta sem ekki er friðaður. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs að tilskildu samþykki Minjastofnunar Íslands.

Innkomin 17. mars 2020 umsögn og samþykki Minjastofnunar um niðurrif hluta mannvirkjanna.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif fyrir þá hluta hússins sem byggðir eru 1921 og 1923 með þeim skilyrðum sem koma fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.