Vinaliðaverkefni í Lundarskóla - ósk um að verkefnið verði tekið upp

Málsnúmer 2018100393

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 21. fundur - 19.11.2018

Erindi hefur borist frá Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur um að Vinaliðaverkefnið verði tekið upp í Lundarskóla.

Aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Verkefnið hvetur til hreyfingar í gegnum leik og nemendur fá tækifæri til að þjálfa upp leiðtogafærni með virkri þátttöku.

Fræðsluráð þakkar Arnrúnu áhugavert erindi og fer þess á leit við skólastjóra Lundarskóla að svara því.