Búsetusvið - velferðartækni

Málsnúmer 2018100384

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1323. fundur - 19.08.2020

Ivalu Birna Falck-Petersen háskólanemi ásamt Þórdísi Rósu Sigurðardóttur forstöðumanni stoðsviðs kynntu vinnu sem þær unnu á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst um velferðartækni. Kynnt voru drög að upplýsingariti/bæklingi um velferðartækni fyrir eldri borgara ásamt stöðunni á myndsamtölum.

Velferðarráð - 1324. fundur - 02.09.2020

Stefna Akureyrarbæjar um velferðartækni var samþykkt á síðasta ári og er nú unnið hörðum höndum að innleiðingu á ýmsum sviðum sveitarfélagsins.

Myndbandið "Hvað er að frétta af velferðartækni?" um velferðartækni í starfi með öldruðum kynnt.

https://www.facebook.com/akureyri/videos/309078700526909/

Velferðarráð - 1352. fundur - 11.05.2022

Farið yfir stöðu mála varðandi velferðartækni á sviðinu og lagt fram minnisblað dagsett 11. maí 2022.

Kristinn Már Torfason forstöðumaður Þrastarlundar, búsetuþjónustu fyrir fatlaða, sat fundinn undir þessum lið.