Þingvallastræti - gangbraut við sundlaugina

Málsnúmer 2018100366

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Erindi dagsett 24. október 2018 þar sem Jóhanna María Agnarsdóttir f.h. Brekkuskóla óskar eftir úrbótum við gangsbraut yfir Þingvallastræti sem staðsett er við sundlaug Akureyrar vegna mikillar slysahættu.
Skipulagsráð vísar málinu til umsagnar samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Á fundi skipulagsráðs 31. október sl. var tekið fyrir erindi frá Brekkuskóla varðandi gangbraut yfir Þingvallastræti við Sundlaug Akureyrar. Var málinu vísað til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Eftir skoðun á málinu hefur verið ákveðið að fara í aðgerðir til að bæta sýnileika gangbrautarinnar m.a. með blikkljósum, skoða möguleikann á að gangbrautaverðir fái sérstök skilti auk þess sem gert er ráð fyrir að farið verði í átak í samráði við Akureyrarstofu þar sem vekja á athygli á umferðaröryggismálum.
Skipulagsráð samþykkir framkomnar hugmyndir.