Hamrar - framkvæmdaþörf á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 2018100339

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 16. október 2018 frá rekstaraðilum tjaldsvæðisins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að skipaður verði launaður vinnuhópur um framtíðarsýn tjaldsvæðanna og endurnýjun rekstrarsamninga við Skátafélagið Klakk. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa í vinnuhópinn frá frístundarráði.

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir tilnefningu frá frístundaráði í vinnuhóp um framtíðarsýn tjaldsvæðanna og endurnýjun rekstrarsamninga við Skátafélagið Klakk.
Frístundaráð samþykkir að tilnefna Sunnu Hlín Jóhannesdóttur í vinnuhópinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 44. fundur - 09.11.2018

Lagt var til á síðasta fundi ráðsins að skipaður yrði vinnuhópur vegna framtíðarsýnar tjaldsvæðanna og endurnýjunar rekstrarsamnings við Skátafélagið Klakk. Skipa þarf fulltrúa ráðsins í vinnuhópinn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Jóhann Jónsson S-lista sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 14. janúar 2019 með minnispunktum frá starfshópi um framtíðarsýn tjaldsvæðanna og endurnýjun á rekstarsamningi.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að samið verði við skátana um áframhaldandi rekstur á Hömrum og að farið verði yfir eignarhald á fasteignum og búnaði á Hömrum. Einnig að tjaldsvæði við Þórunnarstræti verði lagt af eftir 2020 þegar stækkun á svæðinu á Hömrum getur tekið við viðskiptavinunum þaðan.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra kom á fundinn og ræddi stöðu tjaldsvæðisins á Hömrum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.