Spurningakönnun og vettvangsheimsóknir vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum

Málsnúmer 2018100252

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 3. fundur - 04.02.2019

Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 22. janúar 2019 um fyrirhugaða könnun vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum lögð fram til kynningar.



Í fjármálaáætlun ríkisins fyrir tímabilið 2018-2022 er sett fram markmið um að skoða gæði og umfang náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Réttur nemenda í grunnskólum til að njóta náms- og starfsráðgjafar er bundinn í lögum nr. 91/2008 um grunnskóla. Lögin segja hins vegar ekki fyrir um í hverju sú þjónusta skuli vera fólgin eða hversu aðgengileg og umfangsmikil þjónustan skuli vera.

Farið verður í vettvangsheimsóknir í fimm grunnskóla á landinu þ.á.m. í Síðuskóla.