Skautafélag Akureyrar - styrkur vegna þátttöku í Evrópukeppni 2018

Málsnúmer 2018100215

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Deildarstjóri íþróttamála lagði til að frístundaráð styrki karlaíshokkílið Skautafélags Akureyrar um kr. 100.000 vegna góðs árangurs og þátttöku liðsins í Evrópukeppni 2018, en liðið komst í 3. umferð keppninnar sem fram fór í Riga í Lettlandi dagana 18.- 21. október sl.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veita Skautafélagi Akureyrar 100.000 kr. styrk vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni 2018 og óskar liðinu til hamingju með góðan árangur.