Óseyri 4 - umsókn um stöðuleyfi og byggingarleyfi frístundahúss til flutnings

Málsnúmer 2018100178

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 694. fundur - 12.10.2018

Erindi ódagsett, móttekið 10. október 2018, frá Þórarni Ágústssyni þar sem hann fyrir hönd Óseyri fasteignafélags ehf., kt. 471207-0710, og FSB ehf., kt. 601210-1180, sækir um leyfi til að staðsetja frístundahús til endurbyggingar á lóðinni nr. 4 við Óseyri til 20. maí 2019. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu hússins.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í húsinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið.