Ásatún, spennistöð - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018100085

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Erindi dagsett 2. október 2018 þar sem Gunnar H. Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku, kt. 550978-0169, sækir um nýja lóð fyrir spennistöð við Ásatún, meðfylgjandi eru tillögur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við færslu spennistöðvar og samþykkir að heimila umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagssvið.

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Erindi Lilju Filipusdóttur dagsett 26. mars 2019, f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis vegna færslu spennistöðvar frá Miðhúsabraut að Ásatúni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3454. fundur - 07.05.2019

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2019:

Erindi Lilju Filipusdóttur dagsett 26. mars 2019, f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis vegna færslu spennistöðvar frá Miðhúsabraut að Ásatúni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Auk hennar tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.