LSA - breytingar á samþykktum sjóðsins 2018

Málsnúmer 2018090396

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3441. fundur - 02.10.2018

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Einari Ingimundarsyni héraðsdómslögmanni f.h. stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar varðandi tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins sem ætlunin er að taka fyrir á aukaársfundi þann 4. október nk.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti breytingatillögurnar.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingatillögur með 11 samhljóða atkvæðum.