Keilusíða 1-3-5 - fyrirspurn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2018090105

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 693. fundur - 20.09.2018

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, leggur inn fyrirspurn varðandi fjölgun íbúða í húsi nr. 1-3-5 við Keilusíðu á kostnað sameignar. Meðfylgjandi er teikning frá Kollgátu.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 699. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir byggingarleyfi fyrir fjölgun íbúða í húsi nr. 1-3-5 við Keilusíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 707. fundur - 24.01.2019

Erindi dagsett 17. janúar 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi til að fjölga íbúðum í húsi nr. 1-3-5 við Keilusíðu á kostnað sameignar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.