Aðstaða í sundlaug Akureyrar fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2018090002

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Erindi dagsett 24. ágúst 2018, frá Friðriki Einarssyni f.h. notendaráðs fatlað fólks, þar sem notendaráð fatlaðs fólks óskar eftir því að fá að hitta frístundaráð og ræða málefni sundlauga bæjarins og aðstöðuna sem er í boði þar.

Á fundinn mættu Kristín Sigfúsdóttir og Jón Hlöðver Áskelsson frá notendaráði fatlaðs fólks.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlaugarinnar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar þeim Kristínu og Jóni Hlöðveri fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar. Frístundaráð felur sviðsstjóra og deildarstjóra íþróttamála að skoða hvernig hægt er að koma betur til móts við óskir fatlaðra sem vilja nýta sundlaugar bæjarins.