SÁÁ göngudeild á Akureyri

Málsnúmer 2018081122

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3439. fundur - 04.09.2018

Umræður um starfsemi SÁÁ utan höfuðborgarsvæðisins.

Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og reifaði sögu göngudeildarþjónustu SÁÁ á Akureyri undanfarin ár og núverandi stöðu.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Þórhallur Jónsson.

Forseti las upp svohljóðandi tillögu að sameiginlegri ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir þau áform SÁÁ að loka göngudeild sinni á Akureyri um næstu áramót. Það er að okkar mati algjörlega óásættanlegt að í þjónustusamningi ríkisins við SÁÁ sé ekki skilgreind nein þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn skorar á SÁÁ og ríkisvaldið að bæta úr þessu hið fyrsta og felur bæjarstjóra að ræða við samningsaðila og leita leiða til að koma í veg fyrir að þjónustan verði lögð niður.

Bæjarstjórn samþykkir ályktunina með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Rætt um fyrirhugaða lokun göngudeildarþjónustu SÁÁ á Akureyri á morgun, 1. mars 2019.
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri.