Brálundur - framkvæmdarleyfi fyrir aparólu

Málsnúmer 2018080524

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Erindi dagsett 21. ágúst 2018 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson hjá umhverfis- og mannvirkjasviði fyrir hönd hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis sækir um framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu hlaupakattar/aparólu í brekku sunnan Brálundar og vestan sleðabrekku. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna fyrirhugaða staðsetningu.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við hlaupakött/aparólu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 5. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.