Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2018080500

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Erindi dagsett 20. ágúst 2018 þar sem Björn Anton Jóhannsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar frá Mannviti ehf.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins varðar hún ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og er því ekki talin þörf á að grenndarkynna umsóknina og er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 698. fundur - 08.11.2018

Erindi dagsett 20. ágúst 2018 þar sem Björn Anton Jóhannsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar frá Mannviti hf.

Skipulagsráð tók málið fyrir 29. ágúst sl., gerði ekki athugasemd við viðbygginguna og vísaði málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 704. fundur - 20.12.2018

Erindi dagsett 20. ágúst 2018 þar sem Björn Anton Jóhannsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar frá Mannviti hf. Innkomnar nýjar teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson 18. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.