Hafnarstræti 67-69 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018080079

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótels Akureyri ehf., kt. 640912-0220, óskar eftir umsögn skipulagsráðs um meðfylgjandi tillöguteikningar af stækkun hótelbyggingar á lóð nr. 67-69 við Hafnarstræti.

Jafnfram er óskað eftir heimild til að hefja framkvæmdir við jarðvegsskipti á lóðinni vegna viðbyggingarinnar.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi tillöguteikningar og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 689. fundur - 23.08.2018

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótels Akureyri ehf., kt. 640912-0220, óskar er eftir umsögn skipulagsráðs á meðfylgjandi tillöguteikningum af stækkun hótelbyggingar á lóð nr. 67-69 við Hafnarstræti.

Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2018 var ekki gerð athugasemd við fyrirhugaða byggingu og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Jafnfram var í erindinu óskað eftir heimild til að hefja framkvæmdir við jarðvegsskipti á lóðinni vegna viðbyggingarinnar.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðin jarðvegsskipti enda verði verkið unnið í samræmi við reglugerð um hávaða nr. 724/2008 og í samræmi við reglugerð um sprengiefni nr. 684/1999 ef sprengiefni verður notað.

Áður en byggingarleyfi verður gefið út fyrir framkvæmdinni skal skila inn greinargerð um framkvæmdina þar sem gerð verður grein fyrir áhættumati fyrir nærliggjandi byggð og stöðuleika jarðvegs vestan byggingar.

Ef notað verður sprengiefni við framkvæmdina skal jafnframt skila inn skýrslu um núverandi ástand húsa á áhrifasvæði sprenginga. Verkið skal unnið virka daga milli kl. 08:00 til kl. 18:00.