Grænagata 2, 1. hæð - skrá sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018070579

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Erindi dagsett 31. júlí 2018 þar sem Sviatlana Tsiutchanka sækir um að íbúð á neðri hæð í húsi nr. 2 við Grænugötu verði skráð sem atvinnuhúsnæði til að nýta fyrir skammtímaleigu. Meðfylgjandi er greinargerð og samþykki meðeiganda.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að rekstrarleyfisskyld skammtímaleiga er óheimil á íbúðarsvæðum nema kveðið sé á um það í aðalskipulagi viðkomandi landnotkunarreits (bls. 34 í greinargerð aðalskipulagsins).