Óðinsnes 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir skiptingu verslunarrýmis

Málsnúmer 2018070513

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 686. fundur - 01.08.2018

Erindi dagsett 20. júlí 2018 þar sem Helgi Már Halldórsson fyrir hönd Smáragarðs ehf., kt. 600269-2599, sækir um byggingarleyfi til að tvískipta verslunarrými í húsi nr. 2 við Óðinsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Helga Má Halldórsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 690. fundur - 30.08.2018

Erindi dagsett 20. júlí 2018 þar sem Helgi Már Halldórsson fyrir hönd Smáragarðs ehf., kt. 600269-2599, sækir um byggingarleyfi til að tvískipta verslunarrými í húsi nr. 2 við Óðinsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Helga Má Halldórsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.