Íþróttahús Glerárskóla - íþróttagólf

Málsnúmer 2018070379

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 35. fundur - 22.08.2018

Erindi dagsett 17. ágúst 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem mótmælt er framkvæmdaleysi í íþróttahúsi Glerárskóla.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA mættu á fundinn undir þessum lið.
Til umræðu var frestun á framkvæmdum við endurnýjun á íþróttagólfi í íþróttahúsi Glerárskóla. Frístundaráð hvetur til þess að vinnu við framtíðarskipulag við Glerárskóla verði flýtt eins og kostur er þannig að tryggt verði að skipt verði um íþróttagólf sumarið 2019 sem og farið verði í aðrar nauðsynlegar framkvæmdir sem því fylgir sbr. endurbætt hljóðvist og ný loftræsting.