Möðruvallastræti 9 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018070373

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Erindi dagsett 3. júlí 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Baldvins H. Sigurðssonar sækir um leyfi til að rífa bílskúr við hús hans nr. 9 við Möðruvallastræti og byggja nýjan skúr með lítilsháttar stækkun. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Möðruvallarstræti 9. Breytingin felst í að gert er ráð fyrir að byggður verði nýr 37,5 m² bílskúr í stað núverandi bílskúrs sem er 21,8 m².
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er samþykkt að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa bílskúr við hús nr. 9 við Möðruvallastræti og byggja nýjan skúr með lítilsháttar stækkun. Engin athugasemd barst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að sjá um gildistöku hennar.