Hafnarstræti 49 - breyting á notkun

Málsnúmer 2018070369

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 684. fundur - 13.07.2018

Erindi móttekið 10. júlí 2018 þar sem Bjarki V. Garðarsson fyrir hönd Amtmannshússins ehf., kt. 550318-0240, sækir um breytta skráningu á Hafnarstræti 49 úr samkomuhúsi í einbýlishús skv. gildandi deiliskipulagi.
Byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að áður en hægt er að breyta skráningu hússins úr samkomustað, eins og samþykktar teikningar sýna, í íbúð þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og skila inn með umsókn teikningum sem gera grein fyrir innréttingum o.fl. sem sýna að kröfur byggingarreglugerðar til íbúða séu uppfylltar og öðrum þeim gögnum sem fylgja þurfa slíkri umsókn skv. byggingarreglugerð.

Byggingarfulltrúi getur því ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 715. fundur - 21.03.2019

Erindi móttekið 14. mars 2019 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson, f.h. Bjarka Viðars Garðarssonar, kt. 150176-3959, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 49 við Hafnarstræti. Sótt eru um breytta notkun húss úr samkomuhúsi í einbýlishús. Meðfylgjandi eru tillöguuppdrættir eftir Valþór Brynjarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 717. fundur - 04.04.2019

Erindi dagsett 14. mars 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Amtmannshússins ehf., kt. 55318-0240, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum og breytta notkun húss nr. 49 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.