Gudmannshagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018060613

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Erindi dagsett 18. júní 2018 þar sem Björn Traustason fyrir hönd Bjargs íbúðafélags hses, kt. 490916-0670, sækir um lóðina nr. 2 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi er staðfesting Akureyrarbæjar dagsett 13. nóvember 2017 á samstarfi við Bjarg íbúðafélags um úthlutun lóða undir 75 íbúðir á þremur árum og að lóðin Gudmannshagi 2 hafi verið tekin frá í þeim tilgangi.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni Gudmannshagi 2 til Bjargs íbúðafélags með vísun í áður útgefið vilyrði. Úthlutun er með fyrirvara um staðfestingu á stofnframlagi frá Íbúðalánasjóði og byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.