Goðanes 7 - umsókn um lóð með fyrirvara

Málsnúmer 2018060570

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Lagt fram erindi Haraldar Árnasonar fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, dagsett 20. júní 2018, þar sem sótt er um lóðina Goðanes 7. Fram kemur að umsókn um lóðina er með fyrirvara um að heimilt verði að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að nýtingarhlutfall verði 0.32 í stað 0.30, að sameiginleg innkeyrsla verði fyrir lóðirnar og að hæðarkótum verði breytt og húsin stölluð.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og heimilar umsækjenda að útbúa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.