Oddeyrarbót 2 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018060488

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Lagt fram erindi Svans Daníelssonar fyrir hönd Hvalaskoðunnar Akureyrar ehf.,dagsett 19. júní 2018, þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags sem ná til lóðarinnar Oddeyrarbót 2 verði breytt þannig að heimilt verði að byggja þar 300 fm hús á tveimur hæðum. Samkvæmt núgildandi skilmálum er heimilt að byggja allt að 200 fm hús á einni hæð. Meðfylgjandi eru drög að mögulegu útliti byggingar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur umsögn hafnaryfirvalda.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Lagt fram að nýju erindi Svans Daníelssonar fyrir hönd Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, dagsett 19. júní 2018, þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags sem ná til lóðarinnar Oddeyrarbót 2 verði breytt þannig að heimilt verði að byggja þar 300 fm hús á tveimur hæðum. Samkvæmt núgildandi skilmálum er heimilt að byggja allt að 200 fm hús á einni hæð. Meðfylgjandi eru drög að mögulegu útliti byggingar. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi 27. júní. Til viðbótar ofangreindum gögnum liggur nú fyrir bókun Hafnasamnlags Norðurlands frá 5. júlí sl. þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki að deiliskipulagi svæðisins verði breytt í samræmi við umsókn. Að mati ráðsins er mikilvægt að hús á þessu svæði verði lágstemmd og ekki áberandi í umhverfinu.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði með umsókninni.