Eining-Iðja - ágreiningur um matar- og kaffitíma starfsmanna í tímavinnu

Málsnúmer 2018060414

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

Erindi dagsett 19. júní frá Birni Snæbjörnssyni fyrir hönd Einingar-Iðju þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að svarað verði hvort það sé opinber afstaða Akureyrarbæjar að virða ekki túlkun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands hvað varðar réttindi tímavinnustarfsmanna til matar- og kaffitíma til jafns við annað vaktavinnufólk.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 20.08.2018

Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 28. júní 2018:

Erindi dagsett 19. júní frá Birni Snæbjörnssyni fyrir hönd Einingar-Iðju þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að svarað verði hvort það sé opinber afstaða Akureyrarbæjar að virða ekki túlkun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands hvað varðar réttindi tímavinnustarfsmanna til matar- og kaffitíma til jafns við annað vaktavinnufólk.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð vísar málinu til kjarasamninganefndar
Kjarasamninganefnd frestar málinu til næsta fundar.

Kjarasamninganefnd - 6. fundur - 24.09.2018

Tekið fyrir að nýju erindi áður á dagskrá kjarasamnninganefndar 20. ágúst 2018.

Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 28. júní 2018:

Erindi dagsett 19. júní frá Birni Snæbjörnssyni fyrir hönd Einingar-Iðju þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að svarað verði hvort það sé opinber afstaða Akureyrarbæjar að virða ekki túlkun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands hvað varðar réttindi tímavinnustarfsmanna til matar- og kaffitíma til jafns við annað vaktavinnufólk.

Kjarasamninganefnd frestar málinu til næsta fundar.
Kjarasamninganefnd leggur áherslu á að gengið verði til samninga við Einingu-Iðju um málið sem fyrst.

Kjarasamninganefnd - 7. fundur - 30.10.2018

Áður á dagskrá bæjarráðs 29. júní 2018 og kjarasamningnefndar 20. ágúst og 24. september 2018. Kynnt tímabundið samkomulag dagsett 30. október 2018 vegna tímavinnumanna sem ganga vaktir á vaktavinnustöðum.
Kjarasamninganefnd samþykkir framlagt samkomulag fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Liður 1 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 30. október 2018:

Áður á dagskrá bæjarráðs 29. júní 2018 og kjarasamningnefndar 20. ágúst og 24. september 2018. Kynnt tímabundið samkomulag dagsett 30. október 2018 vegna tímavinnumanna sem ganga vaktir á vaktavinnustöðum.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagt samkomulag fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 19.02.2020

Lögð fram tillaga um tímabundna framlengingu á samkomulagi Akureyrarbæjar við Einingu-Iðju sem samþykkt var á fundi kjarasamninganefndar 30. október 2018. Um er að ræða samkomulag vegna tímavinnustarfsmanna sem ganga vaktir á vaktavinnustöðum.
Kjarasamninganefnd samþykkir að framlengja samkomulagið til 1. nóvember 2020.