Hnefaleikafélag Akureyrar - æfingaaðstaða fyrir félagið

Málsnúmer 2018060366

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 33. fundur - 27.06.2018

Erindi dagsett 12. júní 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA varðandi aðstöðu fyrir Hnefaleikafélag Akureyrar í íþróttahúsi Laugargötu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fristundaráð samþykkir að heimila Hnefaleikafélagi Akureyrar að fá aðstöðu í íþróttahúsi Laugargötu og felur ÍBA að útdeila tímum til þeirra í samstarfi við núverandi notendur.

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Erindi frá Hnefaleikafélagi Akureyrar dagsett 26. september 2018 varðandi hugmyndir félagsins um nýtingu á íþróttasal í Íþróttahúsi Laugargötu.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að vinna að lausn málsins í samráði við UMSA, ÍBA og hnefaleikafélagið.