Akureyrarflugvöllur - aðflugsbúnaður, beiðni um umsögn

Málsnúmer 2018060249

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 13. júní 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við aðflugsbúnað fyrir Akureyrarvöll skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er tilkynningarskýrsla ISAVIA sem unnin er af Eflu verkfræðistofu dagsett apríl 2018. Er framkvæmdin háð útgáfu framkvæmdaleyfis.
Að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda telur skipulagsráð að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.