Þingvallastræti 31 - umsókn um niðurrif og endurbyggingu

Málsnúmer 2018060096

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Sóllands ehf., kt. 490505-1210, sækir um leyfi til niðurrifs og endurbyggingar húss nr. 31 við Þingvallastræti. Meðfylgjandi er matsgerð og umsögn arkitekta um ástand hússins.
Skipulagsráð samþykkir umsókn um niðurrif á húsi nr. 31 við Þingvallastræti. Einnig er samþykkt að byggt verði nýtt hús á lóðinni en formlegri afstöðu til þess er frestað þar til fyrir liggja tillöguteikningar sem sýna útlit og afstöðu. Bent er á að gæta þarf samræmis á útliti nýs húss við nærliggjandi umhverfi. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um niðurrif og umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi þegar umsókn um það berst.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 685. fundur - 23.07.2018

Erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Sóllands ehf., kt. 490505-1210, sækir um leyfi til niðurrifs hússins nr. 31 við Þingvallastræti. Meðfylgjandi er matsgerð og umsögn arkitekta um ástand hússins.

Skipulagsráð féllst á niðurrif hússins á fundi 11. júlí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Á fundi skipulagsráðs 11. júlí 2018 var samþykkt umsókn um niðurrif á húsi nr. 31 við Þingvallastræti en skipulagsráð frestaði formlegri afstöðu til uppbyggingar þar til fyrir lægju tillöguteikningar sem sýndu útlit og afstöðu.

Eru nú lagðar fram tillöguteikningar frá Kollgátu að nýju 216 m² íbúðarhúsi með bílskúr á lóðinni með hámarksþakhæð 4,52 m frá gólfplötu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Lagðar fram að lokinni grenndarkynningu tillöguteikningar Kollgátu að nýju 216 m² íbúðarhúsi með bílskúr á lóðinni Þingvallastræti 31. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 12. apríl 2019 með fresti til 13. maí 2019 til að gera athugasemdir. Ein athugasemd barst á kynningartíma þar sem fram koma þær áhyggjur að framkvæmdir á lóð 31 geti haft neikvæð áhrif á nærliggjandi lóðir, t.d. jarðvegssig.
Skipulagsráð samþykkir að byggt verði íbúðarhús í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísar afgreiðslu umsóknar um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa. Varðandi innkomna athugasemd þá er það sett sem skilyrði að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.