Úthlutun lóða í Hagahverfi - beiðni um rökstuðning

Málsnúmer 2018060030

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lagt fram bréf Árna Pálssonar hrl. dagsett 29. maí 2018 þar sem óskað er eftir að upplýst verði og rökstutt hvaða upplýsingar skipulagsráð lagði til grundvallar við úthlutun lóðanna Kristjánshagi 3 og Halldórshagi 3 og 4.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara erindinu í samráði við formann skipulagsráðs og lögfræðing sveitarfélagsins.