Ósk um viðbótarfjárveitingu vegna næturvaktar

Málsnúmer 2018050290

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1281. fundur - 08.08.2018

Lögð fram beiðni Jóns Hróa Finnssonar, sviðsstjóra búsetusviðs, um viðbótarfjárveitingu og ráðningarheimildir vegna næturvaktar í áfangaheimili fyrir geðfatlaða í Hamratúni 2 að fjárhæð kr. 17.000.000. Fjárþörfin er til skoðunar, jafnframt hvar megi spara til að mæta henni.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3607. fundur - 30.08.2018

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. ágúst 2018:

Lögð fram beiðni Jóns Hróa Finnssonar, sviðsstjóra búsetusviðs, um viðbótarfjárveitingu og ráðningarheimildir vegna næturvaktar í áfangaheimili fyrir geðfatlaða í Hamratúni 2 að fjárhæð kr. 17.000.000. Fjárþörfin er til skoðunar, jafnframt hvar megi spara til að mæta henni.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð krónur 17.000.000.