Aðalstræti 19 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2018050073

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 678. fundur - 17.05.2018

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 19 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem erindið er ekki í samræmi við deiliskipulag og stærð bílskúrsins leyfir ekki að þar sé geymdur bíll.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 682. fundur - 25.06.2018

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 19 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomin ný teikning 14. júní 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 686. fundur - 01.08.2018

Erindi dagsett 23. júlí 2018 þar sem Linda Björk Logadóttir fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um að falla frá samþykkt á byggingaráformum fyrir bílskúr á lóð nr. 19 við Aðalstræti sem samþykkt var 25. júní sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.