Loftgæði í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2018040278

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Tekinn fyrir 3. liður í fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem haldinn var fimmtudaginn 7. september 2017. Þar er farið fram á aðgerðaáætlun til lágmörkunar á að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk í bænum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lítur svo á að umhverfis- og samgöngustefnan, sem er leiðarljós allrar vinnu sem snýr að umhverfis- og samgöngumálum sé í leiðinni aðgerðaáætlun þar sem skýrt kemur fram í henni til hvaða aðgerða skal grípa til þess að ná tilskyldum markmiðum og með stöðugu aðhaldi/eftirfylgni sé þeim haldið. Einnig samþykkti ráðið á fundinum að fara í að þvo götur bæjarins til að sporna við svifryki.