Nýju bílastæðin við Gránufélagsgötu verði tveggja tíma stæði

Málsnúmer 2018040193

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Sverrissyni sem kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann kom sem formaður Kaupmannasamtakanna og óskaði eftir því að nýja stæðið við Gránufélagsgötu verði skilgreint sem fyrst sem tveggja tíma stæði. Benti á að það eru bílastæði við íþróttavöllinn sem geta nýst starfsmönnum miðbæjarins en að þetta stæði ætti að vera fyrir viðskiptavini. Teikning fylgir málinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar erindinu til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Sverrissyni sem kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann kom sem formaður Kaupmannasamtakanna og óskaði eftir því að nýja stæðið við Gránufélagsgötu verði skilgreint sem fyrst sem tveggja tíma stæði. Benti á að það eru bílastæði við íþróttavöllinn sem geta nýst starfsmönnum miðbæjarins en að þetta stæði ætti að vera fyrir viðskiptavini. Teikning fylgir málinu.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson D-lista leggur til að þarna komi gjaldskyld stæði sem og í miðbænum öllum.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bókar að hann telji að þessum stæðum ætti ekki að breyta í klukkustæði vegna skorts á langtímastæðum við miðbæ Akureyrar.