Skóladagatal leikskóla 2018-2019

Málsnúmer 2018040175

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 9. fundur - 16.04.2018

Leikskólafulltrúi lagði fram til staðfestingar skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.

Fræðsluráð vill árétta mikilvægi þess að samráð verði haft við gerð skóladagatals á milli leik- og grunnskóla í hverju skólahverfi.

Fulltrúi D-lista gerir eftirfarandi bókun: Þar sem innleiðingu aðalnámskrár leikskóla er lokið er lagt til að sjötti lokunardagur verði tekinn burt enda um tímabundna ráðstöfun að ræða frá árinu 2011.

Fulltrúar meirihlutans og fulltrúi V-lista gera eftirfarandi bókun: Talið er nauðsynlegt að festa í sessi sex starfsdaga til að viðhalda því faglega starfi sem unnið er í leikskólum Akureyrarkaupstaðar.