Hlíðarfjall - umsókn leyfi fyrir stólalyftu, tveimur lyftuhúsum/stjórnstöð og spennistöð

Málsnúmer 2018030402

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 672. fundur - 03.04.2018

Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, sækir um leyfi fyrir stólalyftu ásamt tveimur lyftuhúsum/stjórnstöð og spennistöð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 682. fundur - 25.06.2018

Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, sækir um leyfi fyrir stólalyftu ásamt tveimur lyftuhúsum/stjórnstöð og spennistöð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 7. júní 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 683. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, sækir um leyfi fyrir stólalyftu ásamt tveimur lyftuhúsum - stjórnstöð og spennistöð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin umsögn Vinnueftirlits og nýjar teikningar 3. júlí 2018.

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki matsskyld.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 732. fundur - 18.07.2019

Erindi dagsett 11. júlí 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af lyftuhúsum í Hlíðarfjalli, óskað er eftir að innrétta rými fyrir spennistöð í efra lyftuhúsi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.