Erindi dagsett 20. mars 2018 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 1 við Guðmannshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.
Erindi móttekið 15. maí 2019 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um framlenginu á framkvæmdafresti til eins árs á lóðinni nr. 1 við Gudmannshaga. Fresturinn rennur út 7. júní nk.
Skipulagsráð getur ekki fallist á umbeðinn frest en samþykkir að veita frest til 1. desember 2019.
Erindi Jóns Páls Tryggvasonar dagsett 29. ágúst 2019, f.h. B.E. Húsbygginga, kt. 490398-2529, þar sem óskað er eftir fresti til framkvæmda á lóðinni Gudmannshagi 1 til 1 árs eða til næsta vors. Áður var búið að veita frest til 1. desember 2019.
Samþykkt að veita aukinn frest til framkvæmda á lóðinni til 1. júní 2020.