Norðurgata - ósk um hraðahindranir

Málsnúmer 2018030298

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Friðrik Sigurjónsson, kt. 051146-2719, mætti í viðtalstíma skipulagssviðs. Gerir enn og aftur athugasemd við hraðakstur í Norðurgötunni og vill að gripið verði til ráðstafana til að draga úr umferðarhraða. Leggur til að settar verði upp þrjár hraðahindranir og telur það bráðnauðsynlegt. Hefur miklar áhyggjur af öryggi barna á leið til og frá Oddeyrarskóla.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að vinna álit að aðgerðum í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Á fundi skipulagsráðs 25. júlí 2018 var samþykkt að fela skipulagssviði að vinna álit að aðgerðum í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið vegna kvartana um hraðakstur í Norðurgötunni og óska um hraðahindranir. Fyrir liggur minnisblað sviðsstjóra dagsett 16. ágúst 2018 þar sem fram kemur að ekki er talið æskilegt að fara í aðgerðir í Norðurgötu fyrr en búið er að gera nánari úttekt á umferðarmálum á íbúðasvæði Oddeyrar, helst í tengslum við gerð deiliskipulags.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi álit en felur sviðsstjóra að flýta vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið eins og hægt er.